Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 147 svör fundust

Hvað heita tungl Mars?

Mars hefur tvö lítil tungl, Fóbos (e. Phobos) og Deimos. Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall sá þau fyrstur manna árið 1877. Þá var Mars bæði í gagnstöðu (e. opposition) og sólnánd (e. perihelion), en þá er fjarlægð hans frá jörð í algeru lágmarki. Tunglin draga nöfn sín af hestunum sem drógu vagn stríðsg...

Nánar

Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?

Þó svo að grasbítar svo sem gníar, antilópur, ungir gíraffar og sebrahestar séu helsta fæða ljóna sem lifa á staktrjáarsléttunum í Afríku sunnan Sahara þá eru þau talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali. Þau leggja sér einnig til munns fuglsegg, skriðdýr og jafnvel fisk og skordýr þegar slíkt býðst. Aðallega eru það...

Nánar

Af hverju er ekki til svarthvítur spegill?

Til að fá fram svarthvíta spegilmynd þarf aðeins að minnka lýsingu á fyrirmyndina niður í rökkurstyrk. En litleysið hefur ekkert að gera með eiginleika spegilsins heldur ræðst af virkni augna okkar. Í þeim eru tvær gerðir ljósnema, sem kallaðir eru stafir og keilur. Stafirnir gefa taugaörvun sem er vaxandi með ...

Nánar

Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein?

Steingerðar leifar beina risaeðla hafa fundist á öllum meginlöndum jarðar; Suðurskautslandinu, Ástralíu, Asíu, Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Einnig á stórum eyjum eins og Madagaskar, Japan og á Grænlandi. Rauðu punktarnir sýna fundarstaði steingerðra leifa risaeðla. Risaeðlurnar komu fyrst fram fyrir ...

Nánar

Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?

Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hv...

Nánar

Af hverju er gras og laufblöð græn og maís gulur?

Við sjáum liti þegar efni eða yfirborð draga í sig ákveðnar bylgjulengdir af sólarljósinu, sem samsett er úr öllu litrófinu. Þannig endurvarpast aðeins ljósbylgjur með ákveðna bylgjulengd og við sjáum liti. Grasið og laufblöðin drekka í sig allt ljós nema það sem fellur undir græna hluta litrófsins og þess vegna e...

Nánar

Hvar eru rauðhærðir algengastir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...

Nánar

Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?

Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...

Nánar

Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?

Í Grímnismálum, einu Eddukvæða, eru taldir upp bústaðir ása. Einn þeirra er Glitnir en um hann segir:Glitnir er inn tíundi, hann er gulli studdr ok silfri þakðr it sama; en þar Forseti byggir flestan dag ok svæfir allar sakir.Glitni er einnig lýst í Snorra-Eddu: "Þar er ok sá [staður] er Glitnir heitir, ok er...

Nánar

Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?

Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með ...

Nánar

Fleiri niðurstöður